06. desember. 2010 03:27
Líkt og í fyrra hefur við ákveðið að efna til Jólastjörnutónleika í Stykkishólmi. Undirbúningur er nú í fullum gangi en tónleikarnir verða haldnir í Stykkishólmskirkju. Stefnt að því að halda tvenna tónleika, annars vegar laugardaginn 18. des. kl. 17 og hins vegar sunnudaginn 19. des. kl. 20. Fram kemur einvala lið söngvara ásamt fjölmörgum hljóðfæraleikurum, þar á meðal þrír gestasöngvarar úr Grundarfirði og Ólafsvík. Tónleikarnir eru nú haldnir öðru sinni og eru bæjarbúar og nærsveitungar eindregið hvattir til að fjölmenna á þennan viðburð en ætlunin er að gera þá að föstum lið í bæjarlífinu á aðventunni. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir 16 ára og yngri.
-fréttatilk.