17. febrúar. 2011 11:41
Inga Ósk Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf starfsmanna- og gæðastjóra Akraneskaupstaðar, en starfið var auglýst 12. janúar sl. Inga Ósk var valin úr hópi margra hæfra umsækjenda um starfið, segir í frétt á vef Akraneskaupstðar. Hún er viðskiptarfræðingur MBA og hefur verið rekstrarstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá 2006. Inga Ósk er fædd 1961 og uppalin á Akranesi, þar sem hún býr nú ásamt tveimur dætrum sínum. Inga Ósk mun hafa umsjón með starfsmanna- og gæðamálum hjá Akraneskaupstað og vera auk þess stjórnendum og starfsfólki í stofnunum kaupstaðarins til ráðgjafar og aðstoðar við úrlausn viðfangsefna á þeim sviðum. Hún mun hefja störf innan nokkurra vikna.