04. maí. 2011 11:10
Doktor Guðmundur Guðmundsson starfaði hjá Sementsverksmiðjunni við sérverkefni fram til 2003 að verksmiðjan var seld. Eftir að Guðmundur kom til starfa hjá Sementsverksmiðjunni hélt hann í raun áfram rannsóknum og þróun á íslenskri steinsteypu í góðri samvinnu við sitt fyrrum samstarfsfólk hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Ef grannt væri skoðað hefur trúlega enginn haft jafn yfirgripsmikla aðkomu að framleiðslu sements og rannsóknum á steinsteypu hér á landi og Guðmundur. Sementsverksmiðjan hafði á þeim tíma sem hann var við framkvæmdastjórn mikil áhrif út í samfélagið og var m.a. mjög ráðandi í því að ráðist var í gerð Hvalfjarðarganga á sínum tíma.
Spjallað er við Guðmund Guðmundsson fyrrum framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.