09. maí. 2011 08:01
Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Akraneskaupstaður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefninu og mun bjóða atvinnuleitendum og námsmönnum með lögheimili á Akranesi að sækja um sumarstörf. Á vef bæjarins er greint frá því að nú sé hægt að sækja um þessi störf með rafrænum hætti á vefnum. Í boði eru fjölbreytt störf við margskonar verkefni og er umsóknarfrestur um störfin er til og með 20. maí nk. Fram kemur að atvinnuleitendur og námsmenn eru hvattir til að kynna sér verkefnin og sækja um.