17. maí. 2011 02:49
Náttúruverndarsamtökin Umhverfisvaktin við Hvalfjörð, hafa sent frá sér tveggja síðna dreifibréf til íbúa Hvalfjarðar og Kjósar. Þar er minnt á að frestur til að skila inn athugasemdum við tillögu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um breytingu á aðalskipulaginu rennurút 23. maí nk. Tillagan að nýju skipulagi felur í sér stækkun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga um 6,9 ha. Í dreifbréfinu sem ber yfirskriftina “stöndum vaktina” eru íbúar hvattir til að gera athugasemdir við skipulagið. Meðal nokkurra atriða sem bent er á í bréfinu er m.a. að skilgreint svæði sem iðnaðarsvæði merki að þar megi setja mengandi iðnað, jafnvel stóriðju. Stækkun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga muni að öllum líkindum leiða til enn meiri mengunar frá svæðinu í framtíðinni, segir í dreifbréfinu.