20. maí. 2011 11:57
Keppninni um Ungfrú Íslands 2011 var rétt í þessu að ljúka á skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík. Þar kepptu fegurðardrottningar landshlutanna. Úrslit urðu þau að Ungfrú Ísland 2011 er Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára nemi í FVA frá Akranesi, en hún var jafnframt kosin Fegurðardrottning Vesturlands 2011 í mars sl. Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið sem Ungfrú Ísland kemur frá Akranesi, en það hefur oft gerst áður, síðast árið 2009 þegar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir vann titililinn og keppti í Miss World sama ár.
Í öðru sæti í keppninni í kvöld varð Guðlaug Dagmar Jónsdóttir og í þriðja sæti varð Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir. Í 4.-5. sæti urðu Gurrí Jónsdóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir. Keppendur kusu Ísold Einarsdóttur vinsælustu stúlkuna.
Skessuhorn óskar Sigrúnu Evu til hamingju með titilinn.