24. maí. 2011 09:01
Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Votlendisseturs LbhÍ, sem nýlega var auglýst til umsóknar. Ragnhildur mun hefja störf á haustdögum. Fyrir dyrum eru mörg verkefni hjá Votlendissetrinu, sem lúta m.a. að uppbyggingu aðstöðu á Hvanneyri og margvíslegt þróunarstarf varðandi rannsóknir og fræðslu á sviði votlendisfræða. Þá mun setrið koma að endurheimt votlendis með margvíslegum hætti. Í tilkynningu á heimsíðu Landbúnaðarháskólans segir að stjórn skólans vænti mikils af starfi Ragnhildar í framtíðinni.