25. maí. 2011 08:01
Í næstu viku fylgir Skessuhorni sérblað tengt sjómannadeginum 5. júní. Í blaðinu verða viðtöl og ýmiss fróðleikur tengdur sjómennsku og lífinu í sjávarplássum um allt Vesturland, en blaðamenn Skessuhorns hafa farið þar um að undanförnu og viðað að sér efni. Sjómannadagsblaðið er kjörinn vettvangur fyrir þá sem þurfa að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri. Vinnsla þessa hluta næsta blaðs verður með fyrra fallinu og er æskilegt að auglýsingar sem birtast eiga í því berist fyrir vikulokin. Bent er á símann 433-5500 og palina@skessuhorn.is