26. maí. 2011 10:01
Skessuhorn slóst í för með Hebbunum í Stykkishólmi í síðustu viku. Um er að ræða gönguhóp eldri borgara sem stofnaður var árið 2006 en hefur í seinni tíð þróast og vaxið í merkilegan félagsskap sem gerir mun meira saman en að ganga. “Markmið okkar er aðallega að hafa gaman af lífinu meðal annars með því að leggja rækt við eigin heilsu. Í gönguferðunum skoðum við okkar nánasta umhverfi og kynnum okkur örnefni og sögur tengdar svæðinu, til dæmis álfasögur eða þjóðsögur. Þá finnst okkur rosalega gaman að borða úti sem við gerum iðulega í fegursta kaffihúsi heims, náttúru Íslands,” sagði Hanna Jónsdóttir, forsprakki Hebbanna, meðal annars á leið okkar niður með Þórsá í Helgafellssveit í síðustu viku.
Nánar er rætt við Hönnu Jónsdóttur og Hebbana í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.