25. maí. 2011 11:58
Víkingarnir frá Ólafsvík mæta Valsmönnum í 32 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld. Liðin mættust síðast í Lengjubikarnum í vetur og þá höfðu Valsmenn betur og sigruðu Víkinga 4-0. Þess má geta að Valur er nú í þriðja sæti úrsvalsdeildarinnar en Víkingar eru enn stigalausir í neðsta sæti fyrstu deildar eftir tvær umferðir. Skemmst er að minnast velgengni Víkinga í bikarkeppninni á síðasta ári þegar þeir komust alla leið í undanúrslit þar sem þeir mættu tilvonandi bikarmeisturum FH. Leikur Vals og Víkings fer fram kl. 19.15 í kvöld á Vodafonevellinum í Reykjavík.