01. júní. 2011 08:01
Fiskmarkaðsmótaröðin á Snæfellsnesi hefst í Stykkishólmi í dag en mótaröðin er samstarf Fiskmarkaðs Íslands og golfklúbbanna á Snæfellsnesi. Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is í fyrstu mótin. Niðurröðun mótanna er eftirfarandi: Í Stykkishólmi í dag miðvikudaginn 1. júní, í Grundarfirði miðvikudaginn 8. júní, í Ólafsvík miðvikudaginn 15. júní og í Staðarsveit miðvikudaginn 22. júní.