03. júní. 2011 09:01
Pétur Erlingsson, sjómaður og útgerðarmaður í Grundarfirði, er alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann byrjaði 15 ára á sjó og var á bátum þar á öllum veiðiskap sem til er þangað til leið hans lá til Sauðárkróks árið 1985 þar sem hann bjó í níu ár. Frá Króknum lá leið Péturs í nokkra mánuði til Hornafjarðar þar sem hann réði sig á bát. Segja má að þessi stutta Hornafjarðardvöl hans hafi orðið til þess að hann settist að í Grundarfirði. „Báturinn sem ég var á var seldur frá Hornafirði til Grundarfjarðar og heitir nú Sóley. „Ég var eiginlega seldur með,“ segir hann. Pétur segist hafa verið orðinn leiður á verunni á stóru bátunum og því hafi hann keypt sér bát árið 2008, Rán SH, sem er átta tonna bátur.
Með Skessuhorni vikunnar fylgir sérblað tileinkað Sjómannadeginum næstkomandi sunnudag. Þar má finna viðtal við Pétur Erlingsson sjómann og útgerðarmann í Grundarfirði.