Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2011 09:54

Skildu að jöfnu í Vesturlandsslagnum

Áhorfendur fengu mikið fyrir aurinn þegar Vesturlandsliðin ÍA og Víkingur Ólafsvík mættust á Akranesvelli í gærkveldi. Stúkan á vellinum var troðfull og margir upp í brekkunni. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og þegar upp var staðið skiptust liðin á jöfnum hlut, 1:1, sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit. Skagamenn töpuðu þarna sínum fyrstu stigum í sumar, en eru engu að síður í efsta sæti deildarinnar með 10 stig. Þar á eftir koma Haukar með níu stig og KA og Þróttur þar næst með sjö. Víkingar eru í næstneðsta sæti með tvö stig og HK neðst með eitt stig.

 

 

 

Skagamenn sem eru farnir að spila fyrir alla sína heimaleiki lagið “Ég er kominn heim” byrjuðu leikinn á þeim nótum og voru klaufar að skora ekki strax á fyrsta korterinu. Þar var Hjörtur Júlíus atkvæðamikill upp við markið, kiksaði í góðu færi á þriðju mínútu og skaut síðan í stöngina eftir góðan snúning á 13. mínútu. Skagamenn voru betri aðilinn í leiknum framan af en á síðari helmingi fyrri hálfleiksins náðu gestirnir tökum á leiknum og voru óheppnir að skora ekki skömmu fyrir leikhlé þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson þrumaði boltanum í slána úr góðu færi í teignum, en áður hafði Páll Gísli þurft að hafa sig allan við til að verja vel tekna aukaspyrnu Brynjars Kristmundssonar.  

Seinni hálfleikurinn hófst fjörlega eins og sá fyrri og leikurinn opinn og skemmtilegur en samt ekki mikið um færi. Hjörtur Júlíus fékk þó aftur dauðafæri en var of seinn að athafna sig og boltinn barst til Mark Doninger sem skaut hárfínt framhjá markinu. Á 60. mínútu komust Víkingar yfir eftir stífa sókn. Skagamenn vörðust fyrirgjöf Brynjars Kristmundssonar en hreinsuðu of stutt úr markteignum þar sem Edin Beselja kom á ferðinni og setti boltann í markið. Níu mínútum síðar jöfnuðu heimamenn. Guðmundur Böðvar Guðjónsson var þá úti á vinstri kanti á miðjum vallarhelmingi Ólafsvíkinga og sendi góðan bolta inn í vítateiginn þar sem Hjörtur var, tók vel á móti boltanum og sendi hann af öryggi í markið. Bæði lið voru nálægt því að skora í uppbótartíma. Fyrst fékk varamaðurinn Andri Adolphsson hjá ÍA úrvalsfæri en skaut framhjá og hinum megin á vellinum varði Páll Gísli gott skot Guðmundar Steins.

Brynjar Kristmundsson hægri bakvörður Víkinga átti mjög góðan leik og hélt Gary Martin sóknarmanninum öfluga hjá ÍA algjörlega niðri. Hjörtur Hjartarson var sífellt ógnandi hjá Skagamönnum og var þeirra bestur í leiknum, en þeir léku þennan leik án Reynis Leóssonar sem á við meiðsli að stríða og kom Andri Geir Alexandersson inn í vörnina í hans stað.

 

Í næstu umferð fá Víkingar Leikni í heimsókn nk. mánudagskvöld. Kvöldið eftir sækja Skagamenn heim lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is