03. júní. 2011 11:01
Í gær, uppstigningardag var knattspyrnudagur í Borgarnesi haldinn hátíðlegur á vegum Skallagríms. Þjálfarar félagsins settu upp knattþrautir og iðkendur í yngri flokkum félagsins léku listir sínar. Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir frá Akranesi, sem leikur með Val, kom og afhenti öllum iðkendum nýjan DVD disk frá KSÍ sem ber heitið „Tækniskóli KSÍ”. Allir knattspyrnuiðkendur yngri en 16 ára á landinu fá diskinn gefins frá KSÍ en markmið með honum er að efla knatttækni hjá börnum og unglingum og hvetja þau til aukaæfinga. Um miðjan daginn var síðan leikur meistaraflokks Skallagríms gegn Álftanesi í 3.deild karla, en áður en leikurinn hófst fengu gestir kaffi og kjötsúpu.