Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2011 11:01

KJÖLUR semur við ríkið

KJÖLUR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaráðherra skrifuðu undir kjarasamning í liðinni viku. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir sem gerðir voru milli aðila á almennum markaði fyrr í vor og gildir frá 1. maí sl. til 31. mars 2014. Launahækkanir verða krónutölu- eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin er félagsmönnum hagstæðari. Þannig er félagsmönnum tryggð að lágmarki 4,25% hækkun þann 1. júní nk., að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. mars 2012 og að lágmarki 3,25% þann 1. mars 2013. Einnig kemur til 38.000 eingreiðsla þann 1. mars 2014 fyrir þá sem eru í fullu starfi í janúar 2014 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

 

 

 

 

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000 kr. eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 á yfirstandandi ári. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót. Í samningnum er auk þess að finna leiðréttingar er snúa að vaktavinnufólki og fleirum. Samningurinn fer nú í kynningu meðal félagsmanna en ljúka verður atkvæðagreiðslu um hann fyrir 16. júní næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is