06. júní. 2011 02:01
Kvennalið ÍA í fótboltanum dróst gegn FH í 16-liða úrslitum Valitors-bikarsins. Leikurinn fer fram í Kaplakrika sunnudaginn 19. júní nk. Meistaraflokkur kvenna hjá ÍA er nær eingöngu skipuðu stúlkum úr öðrum flokki félagsins og tekur einungis þátt í bikarkeppnunum á þessu ári, en á því næsta er stefnt á þátttöku í deildarkeppni.
Stúlkurnar hafa staðið sig vel í Valitorbikarnum. Á leið sinni í 16-liða úrslit slógu þær út sameinað lið Snæfellsness 10:0 á Akranesvelli og Álftanes 2:0 í túnfæti forsetans.