07. júní. 2011 07:01
Á Sjómannadaginn hlaut áhöfn Ásgríms Halldórssonar SF-250 viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Skipstjórar eru Ásgrímur Ingólfsson og Sigurður Ægir Birgisson en Sævar Rafn Guðmundsson og Guðmundur Snorri Guðmundsson tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar frá Herði Má Harðarsyni formanni Landsbjargar. Viðurkenningin sem veitt er árlega er farandbikar sem afhentur er til varðveislu um borð í viðkomandi skipi í eitt ár ásamt veggskildi til eignar.