07. júní. 2011 10:19
Víkingar Ólafsvík gerðu sitt þriðja jafntefli í röð þegar markalaust varð í viðureign þeirra gegn Leikni á Ólafsvíkurvelli í gærkvöldi. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir gæði knattspyrnunnar sem liðin buðu upp á, frekar fyrir dramatík í kringum aðgerðir Péturs Guðmundssonar dómara leiksins. Leiknismenn misstu mann af velli fljótlega í seinni hálfleik, Pabe Mamdo Fay, og voru raunar heppnir að annar þeirra maður fyki ekki út af í leiðinni. Víkingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og jafntefli varð niðurstaðan.
Víkingar mæta í næstu umferð botnliði deildarinnar, HK sem tapaði 2:4 á Selfossi. Leikur liðanna fer fram í Kópavogi á fimmtudagskvöldið.