Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2011 11:35

Upplýsingar um stóðhestaval HrossVest

Tveir af þeim stóðhestum sem Hrossaræktarsamband Vesturlands býður hryssueigendum til afnota í sumar hafa að undanförnu hækkað verulega í dómi. Þetta eru þeir Blysfari frá Fremra-Hálsi og Frakkur frá Langholti. Þeir munu báðir fara á Landsmót nú í lok júní. Þeir verða svo til afnota strax að Landsmóti loknu á svæði HrossVest. Blær frá Torfunesi mun koma í girðingu í Hjarðarholti 25. júní. Möller frá Blesastöðum og Stígandi frá Stóra Hofi munu ekki fara á Landsmót þar sem þeir hafa báðir orðið fyrir óhöppum á fæti í vor og munu því koma til afnota á Vesturlandi á fyrra tímabili. „Gaman er að geta þess að Brjánn frá Blesastöðum sem var hér á Vesturlandi á vegum HrossVest á síðasta sumri hefur fengið mjög góðan dóm og fer á Landsmót, meðal annars fékk hann 8,34 fyrir byggingu. Pantanir hjá Hrossaræktarsambandinu hafa verið að berast inn jafnt og þétt og horfur eru á góðri nýtingu stóðhesta sem í boði verða í sumar,“ segir Hrefna B Jónsdóttir stjórnarmaður í HrossVest í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is