08. júní. 2011 06:44
Ragney Eggertsdóttir er fædd 13. júní árið 1911 og fagnar því sínum hundraðasta afmælisdegi núna á öðrum degi hvítasunnu. Hún ólst upp á bænum Hvammi í Dal í Borgarnesi, sem daglega gekk undir nafninu Dalur, og hefur búið í Borgarnesi nær alla tíð. Sjálf er Ragney alltaf kennd við æskustöðvarnar og flestir þekkja hana sem Eyju í Dal. Aðspurð um hvað eigi að gera í tilefni afmælisins segir Eyja: “Fólkið mitt vill halda veislu. Annars hélt það svo mikla veislu þegar ég varð 95 ára að ég var eiginlega búin að neita því í ár. Ég sagði að þau yrðu þá að afþakka blóm og gjafir því ég fékk svo mikið síðast, eins og gengur og gerist þegar fólk á afmæli,” sagði Eyja.
Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag er rætt við Eyju í Dal sem fagnar aldarafmælinu á annan dag hvítasunnu.