09. júní. 2011 11:39
Einn leikur fer fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá mætast botnlið deildarinnar, Víkingur Ólafsvík og HK, en hvorugu liði hefur tekist að vinna leik á mótinu í sumar. Víkingar eru í 11. sæta með þrjú stig en HK í því neðsta með aðeins eitt stig. Leikurinn verður kl. 20 í Fagralundi í Kópavogi í kvöld.