Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2011 07:30

Pylsuvagninn í útrás

Hjónin Róbert Árni Jörgensen og Fríða Hrund Kristinsdóttir, sem tóku við pylsuvagninum sívinsæla “Einar með öllu” í Stykkishólmi síðastliðið sumar, eru farin í útrás. Nú hafa þau opnað annan vagn í nágrannabæjarfélaginu Grundarfirði og fengið frábærar móttökur. “Við endurnýjuðum og keyptum nýjan vagn í Stykkishólm en vildum þó nota þann gamla í eitthvað. Þannig kviknaði sú hugmynd að prófa að opna í Grundarfirði. Öll tæki og tól voru til staðar í gamla vagninum þannig við ákváðum bara að kýla á það,” sagði Róbert í samtali við Skessuhorn. Hann sagði fyrstu fimm dagana hafa gengið mjög vel og í raun betur en hann hefði þorað að vona. “Grundfirðingar þekkja þessa vöru og hafa oft gripið með sér pylsu þegar þeir kíkja í Hólminn, í Bónus eða í sund. Þetta eru heldur engar venjulegar pylsur,” segir Róbert.

 

 

 

 

 

Pylsuvagninn er á planinu gegnt Sögumiðstöðinni í Grundarfirði og er opinn frá kl. 12-20 frá miðvikudegi til sunnudags. Að sögn Róberts er stefnan þó að hafa opið alla daga frá og með júlí. Þá verður opið, líkt og á Dönskum dögum, nánast allan sólarhringinn á bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stund.

En er pylsuvagninn þá kominn til að vera í Grundarfirði? “Ég vona það. Þetta er tilraun og ef hún tekst vel þá viljum endilega opna aftur að ári. Það verður tekin ákvörðun um þetta eftir sumarið. Ég vil allavega þakka Grundfirðingum góðar móttökur og það er gaman að fá að koma og vera með vagn hjá þeim. Margir sögðu að þetta væri bilun, en ef vörur eru góðar þá seljast þær. Jafnvel í litlum bæjarfélögum,” sagði Róbert að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is