Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2011 08:01

Skólamáltíðir ódýrastar í Heiðarskóla

Í niðurstöðum könnunar sem Neytendastofa gerði nýlega á verði skólamáltíða kom m.a. fram að í 66 grunnskólum í 43 sveitarfélögum, þar sem nemendur greiða eingöngu hráefnisverð eða hluta þess, var lægsta verð 110 krónur hjá 1.-4. bekkingum Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Lægsta verð var reyndar í skólanum í Sandgerði fyrir áramótin en gjaldið hækkaði þar eftir áramótin. Hærra verð er reyndar fyrir eldri nemendur í Heiðarskóla, 140 krónur fyrir nemendur í 5.-6. bekk og 169 krónur fyrir 7.-10. bekk.

 

 

 

 

 

Hæsta verð fyrir skólamáltíð þar sem aðeins er greidd hráefnisverð eða hluti þess var 460 krónur í Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Þar er lægra verð fyrir yngri nemendur skólans eins og í Hvalfjarðarsveit, 380 krónur fyrir 1.-3. bekk.  Meðalverð máltíða í þessum 66 grunnskólum var 303 krónur.

Á skránni með niðurstöðum könnunarinnar þar sem nemendur greiða aðeins hráefnisverð eða hluta þess er einnig að finna skólana í Snæfellsbæ. Grunnskóli Snæfellsbæjar var með 315 krónur fyrir máltíðina, Grunnskóli Grundarfjarðar með 390 krónur og Grunnskóli Stykkishólms með 398 krónur. Í Auðarskóli í Dalabyggð kostar hver máltíð 357 krónur.

Nemendur greiða hráefni og hluta kostnaðar s.s. laun, rekstur, viðhald, o.fl. í 77 skólum í 21 sveitarfélagi. Lægsta verð var 224 krónur í Gerðaskóla í sveitarfélaginu Garði og hæsta verð 526 krónur fyrir börn í 8.-10. bekk var í Reykhólaskóla í Reykhólahreppi. Á Reykhólum er gjaldið lægra á yngri nemendurna, 438 krónur á miðstigið og 323 krónur fyrir yngstu nemendurna. Meðalverð í skólunum 77 var 297 krónur. Í báðum skólunum á Akranesi kostar máltíðin 279 krónur. Í grunnskólum í Borgarbyggð er verðið mismunandi. Í Grunnskólanum í Borgaranesi kostar máltíðin 356 krónur og í Grunnskóla Borgarfjarðar kostaði máltíðin fyrir áramót 390 krónur en eftir áramót 407 krónur.

Neytendastofa sendi öllum 76 sveitarfélögum landsins fyrirspurn. Svör fengust um verðlagningu og verðmyndun frá 157 grunnskólum í 68 sveitarfélögum, en sex sveitarfélög starfrækja ekki grunnskóla. Engar upplýsingar bárust frá Vesturbyggð og Kaldrananeshreppur býður ekki upp á skólamáltíðir. Í könnuninni var spurt hvort nemendur greiði í fyrsta lagi allan kostnað, í öðru lagi hráefni og hluta af kostnaði eða í þriðja lagi eingöngu hráefnið. Ekkert mat var lagt á gæði og þjónustu máltíða.

Þrír skólar bjóða nemendum sínum upp á ókeypis skólamáltíðir en það eru Valsárskóli í Svalbarðsstrandarhreppi, Stóru Vogaskóli í Vogum, og Laugaland í Ásahreppi.

Í fréttatilkynningu vegna könnunarinnar segir m.a. að í lögum um grunnskóla sé heimilt að láta nemendur greiða allan kostnað vegna máltíða en í framkvæmd eru mörg sveitarfélög sem láta nemendur aðeins greiða hráefniskostnað. Í sumum sveitarfélögum eru nemendur látnir greiða hluta af föstum kostnaði vegna máltíðanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is