12. júní. 2011 12:45
Félagar í Kili, stéttarfélagi í almannaþjónustu, samþykktu með 89% atkvæða nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Samningurinn var undirritaður 30. maí og fór allsherjaratkvæðagreiðsla fram 4. til 10. júní. Kjölur varð til við sameiningu Félags opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslum, Starfsmannafélags Akureyrarbæjar, Starfsmannafélags Borgarbyggðar, Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar og Starfsmannafélags Siglufjarðarkaupstaðar árið 2004. Kjaraviðræðum við Samband sveitarfélag hefur hins vegar verið slitið eftir árangurslausar samningaviðræður undanfarnar vikur um hækkun lægstu launa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kjalar.
„Tryggingin, sem er í takt við aðra kjarasamninga, hljóðar uppá 12.000 kr. hækkun á árinu 2011, 11.000 kr. á árinu 2012 og 11.000 kr. árið 2013 á alla einstaklinga. Þetta eru þær fjárhæðir sem Kjölur hefur samið við ríkið og sambærilegt við hækkanir á almenna vinnumarkaðinum. Einnig er það í samræmi við ákvörðun velferðarráðherra um hækkun atvinnuleysisbóta og lífeyrisgreiðslna um þessar fjárhæðir. Trúnaðarmenn Kjalar sem starfa hjá sveitarfélögum kalla nú eftir viðbrögðum og stefnu sveitarstjórna,“ segir í tilkynningu frá félaginu.