12. júní. 2011 02:04
Síðastliðinn fimmtudag var tjaldstæðið við Hrossabrekkur á Hellissandi vígt og formlega tekið í notkun. Staðsetning þess er fyrir ofan byggðina á Hellissandi rétt við bæjarmörkin og mörk þjóðgarðsins. Hátt hraunið umlykur það að austanverðu og myndar gott skjól fyrir norðaustan- og austanáttum. Tjaldstæðið er með allri aðstöðu fyrir ferðalanga og aðgengi fyrir fatlaða er til fyrirmyndar bæði hvað varðar salernis- og þvottaastöðu. Á tjaldstæðinu er allt fyrir ferðalanginn, svo sem aðgengi að rafmagni og losunarstaður fyrir seyru úr húsbílum. Aðstaðan er því góð hvort sem fólk ferðast með tjöld eða tjaldvagna, er á húsbílum eða með hjólhýsi.