14. júní. 2011 08:01
Föstudaginn 17. júní næstkomandi mun dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur koma frá Danmörku að Fitjum í Skorradal, sérstaklega til að flytja erindi um hinn forna Fitjakaleik sem verið hefur á Þjóðminjasafni Íslands frá 1915, en var áður svo lengi sem menn vita í Fitjakirkju. Sama dag verður vígður nýr kaleikur til kirkjunnar, eftirmynd hins forna og mun silfursmiðurinn rabba við gesti út frá sínum sjónarhóli. Þá verður athöfn í kirkjunni og endað á forn-klassísku kirkjukaffi í boði ábúenda á Fitjum.
-Fréttatilk.