15. júní. 2011 08:01
Gústaf Jökull Ólafsson tilkynnti hreppsnefnd Reykhólahrepps á síðasta fundi nefndarinnar fimmtudaginn 9. júní síðastliðinn að hann gæfi ekki áfram kost á sér í embætti oddvita hreppsnefndar. Andrea Björnsdóttir var því réttkjörin oddviti með fjórum greiddum atkvæðum. Þá var Eiríkur Kristjánsson kjörinn varaoddviti með fjórum atkvæðum greiddum og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Sveinn Ragnarsson kjörnir skrifarar. Hreppsnefndin þakkaði fráfarandi oddvita fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og bauð nýjan oddvita velkominn til starfa.