Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2011 10:30

Höskuldarvaka í kvöld í Logalandi

Efnt verður til heiðursdagskrár, Höskuldarvöku, í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. júní  og á morgun á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní verður vígð hrossarétt í Reykholti, sem hlotið hefur nafnið Höskuldargerði.  Auk þess verður afhjúpaður minnisvarði við réttina, sem Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur höggvið í stein. Athöfnin við hrossaréttina fer fram að lokinni messu í Reykholtskirkju.

Snorrastofa í Reykholti hefur haft forgöngu um að nú á vordögum verði hins mæta hestamanns Höskuldar  Eyjólfssonar frá Hofsstöðum í Hálsasveit minnst á verðugan hátt. Höskuldur fæddist 3. janúar 1893 og lést á 102. aldursári, vorið 1994. Hann setti svip á öldina sem leið og hafði áhrif á þróun hestamennsku í landinu.  Snorrastofa hefur fengið til liðs við sig Ungmennafélag Reykdæla, fjölskyldu Höskuldar, sveitunga hans og vini. 

 

 

 

 

Þjóðhátíðardagskrá Ungmennafélags Reykdæla að þessu sinni litast af minningunni um genginn hestamann og viðleitninni  til að rækta áfram það góða, sem hann lagði til hestamennskunnar. Ungmennafélagið hefur um margra ára skeið staðið fyrir hópreið að messu í Reykholti á þjóðhátíðardaginn og því fer vel á að vígsla gerðisins og afhjúpun minnisvarðans fari fram í tengslum við þann góða sið. Höskuldur sjálfur lét ekki sitt eftir liggja og tók, á meðan heilsan leyfði, þátt í árlegri hópreið á 17. júní.

 

Undirbúningur alls þessa hófst fyrir allmörgum árum, er hafin var bygging hrossaréttar og söðlabúrs efst í túninu við Reykholt, aðallega fyrir tilstuðlan og framgöngu sr. Geirs Waage prests í Reykholti. Að því verki hafa margir sveitungar og velunnarar komið og lagt hönd á plóg. Það var Guðlaugur Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, sem stóð fyrir því að reistur yrði minnisvarði við Höskuldargerðið, en hann lagði fram videomyndir tvær, sem hann gerði á liðnu ári af Gísla Höskuldssyni  og Ingimar Sveinssyni, tveimur af fremstu  hestamönnum héraðsins á öldnum gæðingum sínum, Hauki og Pílatus.  Margir lögðu málinu lið og fengu að launum myndirnar af félögunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is