18. júní. 2011 01:48
Um klukkan eitt í nótt og aftur upp úr klukkan átta í morgun urðu jarðskjálftar í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli, um 18 kílómetra austan við Húsafell í Borgarfirði. Stóð hrina skjálfta yfir í um fimmtán mínútur í morgun. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega þrjú stig og fundust vel í Húsafelli. Lítill skjálfti mældist síðan klukkan 9 í morgun en síðan hefur allt verið með kyrrum kjörum samkvæmt skjálftavakt Veðurstofunnar.