19. júní. 2011 03:55
Hermann Geir Þórsson hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari knattspyrnuliðs Grundarfjarðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé af persónulegum ástæðum. Ragnar Smári Guðmundsson fyrirliði og Tryggvi Hafsteinsson munu sjá um þjálfunina á meðan Grundfirðingar leita að öðrum þjálfara. „Grundarfjörður þakkar Hermanni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á golfvellinum,“ segir jafnframt í tilkynningu frá félaginu.