20. júní. 2011 11:01
Föstudaginn 24. júní verður efnt til Dags sauðfjárræktarinnar á Hvanneyri. Samkoman hefst klukkan 10 og lýkur kl. 17. Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um fræðslu fyrir sauðfjárbændur sem Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir (www.sheepskills.eu). Um er að ræða tveggja ára verkefni með sauðfjárbændum í fimm Evrópulöndum. Verkefninu er ætlað að stuðla að betri nýtingu á tækifærum sem felast í sauðfjárbúskap. Lögð er áhersla á framþróun og nýsköpun, svo sem í tengslum við landbúnaðartengda ferðaþjónustu og með þróun nýrra afurða eins og matvöru og handverks. Markmiðunum verður náð með aukinni fræðslu og símenntun. Sjá má dagskrá á vef LbhÍ; www.lbhi.is