Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2011 12:59

Stærsta landsmót til þessa í uppsiglingu á Vindheimamelum

Í uppsiglingu er stærsta landsmót hestamanna til þessa, en það hefst á Vindheimamelum í Skagafirði nk. sunnudag 26. júní og stendur til sunnudagsins 3. júlí. Þegar skráningu lauk sl. sunnudag kom í ljós að fjöldi hrossa á landsmóti hefur aldrei verið meiri. Í gæðingahluta mótsins eru skráð 473 hross. Í töltið og skeiðgreinarnar eru skráð 55 hross og í kynbótahlutann eru skráð hvorki meira né minna en 249 hross; 120 stóðhestar og 129 hryssur. Fjöldi hrossa af Vesturlandi er í takti við fjölda skráninga á landsmótið núna. Guðlaugur Antonsson ráðunautur telur að fjöldi kynbótahrossa af Vesturlandi séu með meiri móti. Þau eru alls þrjátíu talsins í einstaklingssýningum, í flestum flokkum. Að auki er stóðhesturinn Sólon frá Skáney sýndur með sex afkvæmdum, en ár og dagar eru síðan uppalið kynbótahross af Vesturlandi hefur verið sýnt með afkvæmum á landsmóti.

Þá sendir hvert hestamannafélag á Vesturlandi fulltrúa sína til þátttöku í gæðingakeppninni, yfirleitt tveir til þrír frá hverju félagi í hverjum flokki eftir tölu félagsmanna.

 

Haraldur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, var við úttekt á mótsstæðinu ásamt fulltrúum frá mannvirkjanefnd þegar Skessuhorn náði tali af honum í morgun. Haraldur sagði að mótssvæðið liti mjög vel út, vellirnir eins og best væri á kosið og allar merkingar að verða tilbúnar fyrir móttöku mótsgesta. “Þetta er mjög þægilegt svæði og fólk hér býr af reynslu frá síðustu landsmótum. Það hefur hlýnað í veðri, væri reyndar gott að fá suðaustan átt, en annars lítur mjög vel út með mótshaldið. Hestafjöldinn hefur aldrei verið meiri sem gefur fyrirheit um glæsilegar sýningar og keppni, til dæmis verður gaman að sjá fimm vetra hrossin sem eru mörg á þessu móti. Við búumst líka við að gestafjöldinn verði í hlutfalli við hrossafjöldann, þó við rennum alveg blint í sjóinn með það. Á síðasta landsmóti á Vindheimamelum 2006 komu níu þúsund manns, vonandi verður gestafjöldinn svipaður núna,” segir framkvæmdastjóri landsmótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is