Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2011 04:29

Starfsmenn Klafa boða til verkfalls

Síðdegis í dag lauk kosningu um verkfall hjá starfsmönnum Klafa á Grundartanga. Var samþykkt að boða til verkfalls, sem hefst á hádegi þriðjudaginn 5. júlí nk., takist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsboðunin var samþykkt með 100% greiddra atkvæða, en kosningaþátttaka var 79%.  Klafi er sem kunnugt er þjónustufyrirtæki sem sér um alla upp- og útskipun á Grundartangasvæðinu, bæði fyrir Norðurál og Elkem Ísland, enda er Klafi í 100% eigu þessara tveggja fyrirtækja. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness segir ljóst að boðað verkfall geti haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir Elkem Ísland, "en því miður sé ekki hægt að beita verkfallsvopninu gegn Norðuráli þar sem undanþága í kjarasamningi frá árinu 2000 kveði á um að ekki megi raska framleiðslu Norðuráls," en ósamið enn er við starfsfólks Norðuráls. Á síða VLFA kemur fram að grunnlaun starfsmanna Klafa séu 180.031 krónur og heildarlaun byrjenda losi 260.000 krónur. 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is