Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2011 03:01

Fjörutíu ný viðlegupláss fyrir smærri báta í Akraneshöfn

Á dögunum lauk uppsetningu og frágangi á nýrri aðstöðu fyrir smábáta í Akraneshöfn. Aðstaðan nýja eru fjórar tuttugu metra langar steyptar flotbryggjur, hálfur fjórði metri á breidd, sem tengdar eru saman og settar fyrir utan eldri flotbryggjur við bátabryggjuna.  Um leið og aukin aðstaða fyrir smærri báta fæst við þessar bryggjur mynda þær aukið skjól við þær bryggjur sem fyrir voru. Settir voru 22 nýir armar fyrir viðlegur og með þessum aðgerðum hafa fengist 40 ný viðlegupláss fyrir smærri báta auk bættrar aðstöðu fyrir skammtímalegu báta yfir sumartímann. Það var Loftorka í Borgarnesi sem framleiddi steyptu bryggjurnar í samvinnu við fyrirtækið Króla ehf, en nú nýverið var byrjað að framleiða þessar flotbryggjur hjá Loftorku. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir í Akraneshöfn er um 33 milljónir króna.

 

 

 

 

Í tilkynningu á heimasíðu Faxaflóahafna segir að ákveðinn vöxtur og sóknarfæri séu í dag í útgerð smærri fiskibáta og um leið hafi þessir bátar orðið vandaðri og dýrari tæki og kalli þar með á góða hafnaraðstöðu. Ekki sé nokkur kostur að tryggja þessum bátum góðar og öruggar viðlegur í höfnum nema við sérútbúnar flotbryggjur þar sem skjól er gott og viðlegur tryggar allt árið. Sú aðstaða sem fyrir hendi var í Akraneshöfn fyrir smábáta var fullnýtt fyrir þessar breytingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is