Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2011 03:01

Samið um endurbætur á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum

Síðastliðinn föstudasg skrifuðu forsvarsmenn Knattspyrnufélag ÍA og Akraneskaupstaðar undir framkvæmdasamning um endurnýjun hluta æfingasvæðanna austan Akraneshallar á Jaðarsbökkum. Undanfarin ár hefur verið óskað eftir fjármunum til verkefnisins en nú verður gengið í framkvæmdir við fjórðung svæðisins. Það var Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar sem skrifaði undir samninginn f.h. Akraneskaupstaðar, en þeir Gísli Gíslason formaður stjórnar KFÍA og Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri sem önnuðust málið af hálfu knattspyrnufélagsins.

 

 

 

 

Eins og fróðir þekkja var árið 1987 hafist handa um gerð grasvalla á Jaðarsbakkasvæðinu þar sem áður stóðu trönur og skreiðarhjallar og var það hópur áhugamanna sem hóf framkvæmdir. Á þeim tíma sem liðinn er hefur svæðið látið á sjá en það er í heild um 5,6 hektarar. Nú hefur stjórn KFÍA samþykkt framkvæmdasamninginn við Akraneskaupstað og í vikunni verður gengið frá samningum við Þrótt ehf. og GrasTec um framkvæmd verkefnisins, sem verður væntanlega lokið 30. September nk.

Svæðið sem verður endurnýjað er um 12 þúsund fermetrar, en auk þess að endurvinna það, slétta og snyrta, verður sáð í það. Áætlað er að það verði tæplega fullgróið fyrr en haustið 2012. Í tilkynningu frá KFÍA segir að þó sé stefnt að því að unnt verði að spila leiki á Norðurálsmótinu næsta ár á svæðinu. Gert er ráð fyrir að forsvarsmenn KFÍA og Akraneskaupstaðar taki upp viðræður haustið 2012 varðandi síðari áfanga endurnýjunar svæðisins. Framlag Akraneskaupstaðar til verkefnisins er 20 milljónir króna, en kostnaðaráætlun er nokkru hærri. Það er síðan félaga í KFÍA að vinna úr verkefninu með Þrótti ehf. og GrasTec þannig að unnt verði að ljúka verkinu á umsömdum tíma, segir í tilkynningu frá KFÍA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is