Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2011 03:16

Vill að Fjöruhúsið á Hellnum verði fjarlægt

Upp eru komnar deilur milli landeigenda á Hellnum á Snæfellsnesi um starfsemi sem fram fer á skika við fjöruna, þar sem Fjöruhúsið á Hellnum er staðsett í slakka ofan við gömlu höfnina. Sverrir Hermannsson, nýr eigandi jarðarinnar Brekkubæjar, krefst þess nú fyrir dómi að Fjöruhúsinu verði lokað og húsið fjarlægt.  Forsaga þessa máls teygir anga sína langt aftur. Á fjórða áratug liðinnar aldar var svæðið kringum höfnina tekið undir hafnarstarfsemi og afsöluðu þá fjórir landeigendur á Hellnum sér afnotarétti af því og var meðal annars byggt salthús við höfnina. Á tíunda áratugnum ákvað sveitarfélagið að hætta umsvifum við höfnina á Hellnum og byggja heldur upp hafnarstarfsemina á Arnarstapa. Svæðið er þó enn skilgreint á skipulagi sem hafnarsvæði og því utan friðlýsingar. Árið 1997 var þinglýst lóðarleigusamningi milli verðandi rekstraraðila Fjöruhússins og Snæfellsbæjar um gamla Salthúsið sem ákveðið var að byggja upp og breyta í kaffihús. Mistök voru þá gerð við þinglýsingu lóðarsamnings og húsið ranglega skráð vera í landi Akra, en er í landi Brekkubæjar, skv. dómi Héraðsdóms Vesturlands í janúar 2010, sem Hæstaréttar staðfesti þá um haustið. Úrskurðarorð Hæstaréttar voru á þá leið að ómerkja skyldi lóðarleigusamninginn frá 1997.

Taldi dómurinn að lögmætur eigandi skikans undir Fjöruhúsinu væri lögbýlið Brekkubær.

 

Eigendaskipti urðu á Hótel Hellnum og Brekkubæ á síðasta ári. Núverandi eigandi, Sverrir Hermannsson, krefst þess nú að gamla salthúsið verði fjarlægt, en það þýddi um leið að rífa yrði húsið. Hefur Sverrir nú látið Héraðsdóm Vesturlands dómtaka mál til að fá þeirri kröfu sinni fullnægt og að borin verði út sú starfsemi sem í húsinu hefur verið sl. 14 ár. Samningar hafa ekki tekist milli eigenda Fjöruhússins og Sverris um leigu fyrir landið.  Samkvæmt heimildum Skessuhorns telur Sverrir að starfsemi Fjöruhússins eigi auk þess í samkeppni við sig og skaði sinn rekstur, en hann stundar umfangsmikla ferðaþjónustu á Snæfellsnesi, á meðal annars Hótel Stykkishólm, Hótel Ólafsvík, Snjófell á Arnarstapa og nú síðast keypti hann Hótel Hellnar í landi Brekkubæjar á Hellnum. 

 

Ólína Gunnlaugsdóttir á Ökrum og rekstraraðilar Fjöruhússins á Hellnum eru afar ósáttir við framgöngu Sverris Hermannssonar. Hún kveðst þó í samtali við Skessuhorn aldrei hafa hitt Sverri og skilji ekki hvað honum standi til. „Fram til þessa hafa ferðaþjónustuaðilar hér á Hellnum stutt hvern annan. Hér er svo mikið af ferðamönnum að ekki veitir af að sem flestir þjóni þeim hér á staðnum, sérstaklega yfir háannatímann. Engu að síður erum við nú í töluverðri óvissu um framhaldið, en bíðum þess sem verða vill í haust þegar Héraðsdómur Vesturlands tekur útburðarmálið fyrir.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is