Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2011 04:06

Fundu leifar frá þremur byggingarskeiðum í Gufuskálavör

Fyrr í vikunni lauk uppgreftri við Gufuskálavör á Snæfellsnesi. Þar hafa fundist gamlar verbúðir en bæði Gufuskálavör sem og Írsku búðir tilheyra þjóðgarðinum og eru verndaðar fornminjar. Þó uppgreftri þar sé lokið í bili þá munu fornleifafræðingarnir halda áfram á næsta ári en verkefnið er að miklu leyti styrkt af Cuny háskólanum í New York í Bandaríkjunum. Einnig er verkefnið unnið í samvinnu við Fornleifavernd, Þjóðhátíðarsjóð og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Verkefnisstjóri er Lilja Björk Pálsdóttir en hún er eini Íslendingurinn sem vinnur að sjálfum uppgreftrinum.

 

 

 

 

„Ég fékk ábendingu frá Sæmundi Kristjánssyni í Rifi um að hér væri margt áhugavert að skoða. Ég fór þá að gefa svæðinu meiri gaum og kom hérna oft og myndaði. Svo fórum við að mæla árið 2008 og grófum snið. Þar fundum við leifar frá þremur byggingarskeiðum og við teljum að þessar verbúðir sem við erum að rannsaka hafi verið byggðar á síðmiðöldum,” sagði Lilja Björk þegar blaðamaður staldraði við á svæðinu á miðvikudaginn, á lokadegi uppgreftrar. Var svæðið opið öllum sem höfðu áhuga á að kynna sér svæðið.

 

Fólk gerir sér ekki grein fyrir fornleifunum

 

Þar sem grafið hefur verið upp sést greinilega hvernig steinum hefur verið hlaðið og hægt er að ímynda sér veggina sem þeir mynda. Þar sem minjarnar eru alveg við fjöruna er hætta á því að þær eyðist og raunar er það svo að sjórinn hefur breytt ásýnd svæðisins mikið. Hann hafi til að mynda tekið um einn og hálfan metra af hól sem mældur var árið 2008 og aftur nú í sumar. Lilja Björk segir að brátt gæti orðið svo að þarna verði ekkert eftir til að rannsaka. „Uppblásturinn og sjórinn hefur þessi áhrif og því þurfum við að rannsaka þetta á meðan við getum. Við höfum fundið ýmsa muni hér en svo er það nú líka þannig að þar sem hér yfir minjarnar liggja gönguleiðir getur verið að fólk hafi tekið einhverja muni sem það sér. Fólk gerir sér kannski ekki endilega grein fyrir því að undir fótum þeirra séu fornminjar og auðvitað tekur það fallega hluti sem það finnur, við höfum skilning á því.”

 

Fundu fiskroð

 

Með Lilju starfar einn Íslendingur sem sér um mælingar en að öðru leyti eru flestir fornleifafræðinganna frá Cuny háskólanum. Einn nemi frá Noregi er að vinna meistaraverkefni sitt um fiskveiðistöðvar í N-Noregi og vinnur með í þessum uppgreftri til að afla sér upplýsinga til samanburðar. „Þau sem eru að vinna með mér hér frá Cuny háskóla hafa mestan áhuga á þessu vegna beinalaga sem hér eru að finna. Þau hafa sérhæft sig í beinadýrafræði og við fundum hérna til dæmis fiskiroð, sem er eitthvað sem ég hafði aldrei fundið áður. Þau höfðu hinsvegar séð slíkt í Karíbahafinu þar sem jarðvegurinn er sendinn líkt og hann er hér. Sandurinn varðveitir vel,” sagði Lilja Björk að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is