27. júní. 2011 01:30
Undanfarna daga hafa íbúar í Hálsasveit og Hvítársíðu í Borgarfirði séð til svarts svans sem virðist halda til á svæðinu. Í liðinni viku hélt svanurinn til á túnunum á Signýjarstöðum en sást svo í gær á sundi í Hvítá á móts við Þorgautsstaði, þar sem Ólafur Geir Árnason tók meðfylgjandi mynd. Skessuhorn greindi fyrr í vor frá því að svartur svanur heldur sig nú á Hraunsfirði á Snæfellsnesi og virðist hafa parað sig við hvíta álft. Svartir svanir eru ekki algengir hér á landi, er einkum að finna í Ástralíu. Þeim fer þó greinilega fjölgandi.