Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2011 11:54

Máli matarlitsgjörningskvenna á Langjökli vísað frá

Embætti Sýslumannsins í Borgarnesi lauk í dag lögreglumáli gagnvart tveimur listakonum sem máluðu með matarlit mynd af ísbirni á Langjökul í nóvember 2010. Verk þeirra var hluti af alþjóðlegu verkefni „350 eARTh“ til að vekja athygli á hlýnun jarðar. Í framhaldi þessa kærði Umhverfisstofnun listakonurnar til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum fyrir meint brot gegn 42. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999. Það ákvæði hljóðar svo: „ 42. gr. Áletranir á náttúrumyndanir.  Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu skv. 76. gr., sbr. og 75. gr.“

Það var mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. 

„Má til skýringar nefna að ef ákvæðið ætti að skiljast bókstaflega og án nokkurra undantekninga, eins og Umhverfisstofnun hélt fram í kæru sinni, þá væri t.d. það að krota með priki í sandinn refsivert,“ segir Jón Einarsson fulltrúi sýslumannsins í Borgarnesi.

 

Jón segir að þá hafi það og verið til styrkingar ákvörðuninni að Umhverfisráðuneytið hafði sett færslu á Facebook þar sem fram kom að ráðuneytið hrósaði listaverkinu! „Síðar vildi ráðuneytið ekki kannast við að hafa hrósað verkinu og sagði að um hefði verið að ræða komment frá starfsmanni sem sæi ekki um síðuna lengur.  Óumdeilt er hins vegar að Facebook-síðan er á vegum ráðuneytisins og að sá sem setti kommentið inn var starfsmaður ráðuneytisins þegar kommentið var sett á síðuna.  Embætti vort taldi því að samkvæmt almennum reglum um ábyrgð ráðherra á undirmönnum yrði Umhverfisráðuneytið að bera ábyrgð á því að kommentið var sett á Facebook,“ segir Jón Einarsson sýslufulltrúi í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is