Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2011 10:01

Íslandsmet hjá Jófríði Ísdísi

Jófríður Ísdís Skaftadóttir vann það afrek að vinna til gullverðlauna í kúluvarpi í flokki 13 ára á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11.-14 ára. Mótið var að þessu sinni haldið í Vík í Mýrdal dagana 25. og 26. júní. Þessi unga afrekskona keppir fyrir Umf. Skipaskaga en sigurkast hennar var upp á 12,23 metra. Með kastinu setti hún Íslandsmet í sínum aldursflokki.  Hún hefur lagt stund á frjálsar íþróttir síðan árið 2009 en árangur hennar hefur vakið athygli, sérstaklega í kastgreinum. Fyrirtaksveður var fyrri keppnisdaginn en á sunnudag var rok og rigning og fundu keppendur og aðstandendur fyrir eftirhreytum gossins í Grímsvötnum síðastliðið vor en veðrinu fylgdi talsvert öskufok. Keppendur létu það þó ekki á sig fá og stóðu sig eins og hetjur. Fyrirmyndar íþróttaaðstaða er í Vík og eiga gestgjafarnir heiður skilinn fyrir góðar móttökur og þrautseygju við erfiðar aðstæður seinni keppnisdag.

 

 

 

Mikil gróska er í starfsemi Umf. Skipaskaga og í nógu að snúast hjá yngri flokkum í sumar. Mun félagið meðal annars senda keppendur á „Gogga Galvaska mótið í Mosfellsbæ, Vesturlandsmót í Borgarnesi, Unglingalandsmót á Egilstöðum og Gaflarann í Hafnarfirði. Margir ungir og efnilegir krakkar eru að æfa frjálsar íþróttir hjá Skipaskaga um þessar mundir og ekki annað að sjá en að framtíðin sé björt og ungmennafélagsandinn heldur betur að hjarna við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is