Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2011 03:02

Aukin gæsla og hærri aldurstakmörk á tjaldsvæðinu á Írskum dögum

Um næstu helgi, dagana 1. til 3. júlí, verða Írskir dagar haldnir á Akranesi í tíunda skipti. Gert er ráð fyrir að fjöldi gesta taki þátt í fjölbreyttri fjölskylduskemmtun sem í boði verður. Að sögn Tómasar Guðmundssonar verkefnisstjóra Akranesstofu gengur undirbúningur fyrir hátína vel og veðurútlitið lofar góðu. „Tjaldsvæðið í Kalmansvík verður fjölskyldutjaldsvæði á Írskum dögum. Þetta þýðir að öllum unglingum og ungu fólki yngra en 23 ára verður vísað frá tjaldstæðinu, nema um sé að ræða fjölskyldufólk, þ.e. foreldra með börnin sín. Gripið hefur verið til sambærilegra aðgerða undanfarin ár - af gefnu tilefni - og með góðum árangri. Öflug gæsla verður á svæðinu alla helgina, sérhæfðar gæslusveitir, björgunarsveitir og lögregla ásamt starfsfólki tjaldsvæðisins til að tryggja að allt fari vel fram,“ segir Tómas.

 

 

 

Sérstök verðskrá gildir á tjaldsvæðinu í Kalmansvík á Írskum dögum.  Allir gestir 14 ára og eldri greiða 2.000 kr. fyrir alla helgina, einnig greiðast 2.000 kr. fyrir hvern gististað; tjald, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Innifalin í gjaldinu er aðgangur að allri aðstöðu og þjónustu á svæðinu, m.a. þvottavél, þurrkara, sturtum og rafmagni.  Hver gestur fær armband til auðkennis sem gildir sem aðgangur að tjaldsvæðinu þessa helgi. Vinsamlegast athugið að Útilegukortið gildir ekki á tjaldsvæðinu í Kalmansvík þessa helgi. Sturtuaðstaða og þvottahús er opin frá kl 07:00 til 22:00.

 

Almennar umgengnisreglur sem gestir á tjaldsvæðinu eru vinsamlegast beðnir að virða:

1.         Bifreiðastöður eru bannaðar á tjaldsvæðinu, vinsamlegast leggið bílum á bílastæðum. Öll  óþarfa umferð um tjaldsvæðið skapar hættu og er bönnuð - Þetta er fjölskyldutjaldsvæði og börn að leik á milli húsa og á götum svæðisins.

2.         Undantekningarlaust á að vera komin á næturró kl. 23:00 á kvöldin.

3.         Verði gæsluaðilar varir við unglingadrykkju á svæðinu verður málið umsvifalaust kært til lögreglu. Hið sama gildir að sjálfsögðu ef grunur er um fíkniefnaneyslu á svæðinu.

4.         Allar skemmdir sem gestir vinna á aðstöðu eða eignum annarra verða kærðar til lögreglu.

 

Brot á ofangreindum reglum varða brottvísun af tjaldsvæðinu. Aðstandendur Írskra daga vonast til þess að allir skemmti sér vel á Írskum dögum og haldi heim á leið með góðar minningar frá Akranesi!

 

Fjölbreytta og glæsilega dagskrá hátíðarinnar má skoða á vef Írskra daga  – www.irskirdagar.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is