29. júní. 2011 01:01
Lengjubikarinn í körfubolta, deildarbikarkeppnin, verður með öðru sniði á komandi hausti en áður. Í stað útsláttarkeppni er þátttökuliðum skipað í riðla. Sigurvegararnir í riðlunum komast síðan í úrslit. Búið er að draga í riðla í keppninni en þátttökurétt í Lengjubikarnum hafa úrvalsdeildarliðin og þau sem lentu í efstu sætum 1. deildar á síðustu leiktíð. Nýbúið er að draga í riðla og drógust eftirfararandi lið saman:
Konur: A-riðill: Keflavík, KR, Snæfell, Grindavík og Fjölnir. B-riðill: Njarðvík, Hamar, Haukar, Valur og Stjarnan. Leikin er einföld umferð og mætast efstu lið hvors riðils í úrslitaleik. Leikdagar eru áætlaðir með 3-4 daga millibili frá 15.-26. september. Áætlaður úrslitaleikur 30. september eða 1. október.
Karlar: A-riðill: KR, ÍR, Þór Þorlákshöfn og Skallagrímur. B-riðill: Grindavík, Haukar, Fjölnir og KFÍ. C-riðill: Snæfell, Stjarnan, Tindastóll og Breiðablik D-riðill: Keflavík, Njarðvík, Valur og Hamar. Leikið er heima og heiman. Sigurvegarar hvers riðill fara í undanúrslit. Áætlaðir leikdagar eru með viku millibili frá 23. október til 27. nóvember og áætluð úrslit 2. og 3. desember.