Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2011 08:01

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull tíu ára

Í gær buðu Umhverfisstofnun og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á afmælisdagskrá í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum. Sama dag varð þjóðgarðurinn tíu ára og þrátt fyrir norðanstrekking komu þónokkrir gestir til veislunnar. Afmælisdagskráin átti upphaflega að fara fram í og við gestastofuna en sökum veðurs þurfti að færa ræðuhöld inn í Hellnakirkju. Þar bauð Guðbjörg Guðmundsdóttir þjóðgarðsvörður gesti velkomna og bað þá um að syngja með sér afmælissönginn sem þeir og gerðu.

Því næst kynnti hún fyrsta í pontu Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís lýsti þjóðgörðum Íslands sem stássstofum þjóðarinnar og sagði að í þeim væru gríðarlegar auðlindir og náttúrufegurð. Þeir löðuðu bæði innlenda sem erlenda ferðamenn til sín en einnig væru þeir mikilvægir í uppbyggingu landsins.

Með því að hlúa vel að þjóðgörðunum og nýta þá til fræðslu fyrir börn og ungmenni væri verið að hugsa til þess að þau vissu meira um landið sitt sem þau kæmu til með að stjórna einn daginn. Hún sagðist að lokum ætla að beita sér fyrir því að tíu milljónum króna yrði varið í framkvæmdir við Malarrifið og henni var klappað lof í lófa þegar hún lauk máli sínu.

 

Nú hefur verið stofnað Hollvinafélag Þjóðgarðsins skipað fulltrúum sveitarfélaga af Snæfellsnesi.

 

Nánar er fjallað um afmælisdagskrána í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is