Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2011 02:27

Áhugaverð erindi um keltnesk áhrif á írskri vöku á Akranesi

Á morgun, fimmtudaginn 30. júní kl. 20:00, verður efnt til írskrar vöku Í Garðakaffi á Safnasvæðinu á Akranesi í tengslum við fjölskylduhátíðina Írskir dagar sem haldin verður á Akranesi um helgina. Þar munu þeir Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fréttamaður og Gísli Sigurðsson, rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun flytja áhugaverð erindi um keltnesk áhrif í íslenskri tungu, menningu og umhverfi. Kenningar þessara manna og rannsóknir benda til að e.t.v. sé ósögð stórmerk saga um hina keltnesku landnámsmenn á Íslandi og þau áhrif sem enn má greina í íslenskri tungu og menningu frá þessum forfeðrum Íslendinga. Rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós að meirihluti íslenskra kvenna er af keltnesku bergi brotinn og þá hefur verið sýnt fram á að fjölmörg orð og örnefni sem finna má í íslenskri tungu eru sprottin úr keltnesku.

Að erindunum loknum mun írska hljómsveitin "Na Draoithe" leika ekta írska þjóðlagatónlist fram eftir kvöldi. Garðakaffi er að sjálfsögðu opið og þar má kaupa léttar veitingar.

 

Síðar um kvöldið verða svo tónleikar í sk. Stúkuhúsi á Safnasvæðinu og hefjast þeir kl. 21:00. Þar mun söngtríóið „Stúkurnar“ flytja öll sín þekktustu Stúkulög og keltneska tónlist í bland. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 500. Stúkurnar skipa þær Björg Bjarnadóttir, Dallilja Sæmundsdóttir og Jónína Björg Magnúsdóttir.

 

Það verður því írsk stemning á Safnasvæðinu annað kvöld og ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á svæðið!

 

Fjölbreytta og glæsilega dagskrá hátíðarinnar má skoða á vef Írskra daga  – www.irskirdagar.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is