Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2011 11:28

Segir alltaf að hann hafi farið í viðgerð

Bændafólki gengur misvel að slíta sig frá búskapnum og sveitastörfunum. Tilfellið er að margir halda alltof lengi áfram að búa, geta ekki hugsað sér að byrja á einhverju nýju. Margur bóndinn hefur þannig slitið sér út í búskapnum og endað ævikvöldið í heilsuleysi og þar af leiðandi ekki notið síðustu ára ævinnar. Hjónin frá Efri-Brunná í Saurbæ, Sturlaugur Eyjólfsson og Birna Kristín Lárusdóttir, eru ekki í hópi þeirra sem duttu í þá gryfju. Þau hættu búskap talsvert áður en elli kerling fór að setja mark sitt á þau, til að hleypa yngra fólki að. Þá var Sturlaugur reyndar farinn að finna fyrir eymslum bæði í hnjám og baki. Það ágerðist og leiddi til þess að hann fór í “viðgerð” eins og hann kallar. Eftir það hefur hann verið eins og fjallageit, gengið á hvert fjallið af öðru og afrekaði það meira að segja á síðasta sumri að ganga á 102 fjöll, en þá fagnaði hann 70 ára afmæli sínu.

Takmarkið var reyndar í upphafi sumars að ganga á eitt fjall fyrir hvert ár, það er  70 alls, en göngugleðin var svo mikil að hann breytti áætluninni og ákvað að leggja hundrað tinda að baki.

 

Sjá viðtal við Sturlaug frá Brunná í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is