30. júní. 2011 12:01
Hárgreiðslumeistarinn og Hvanneyringurinn Inga Vildís Bjarnadóttir söðlaði um fyrir sex árum og settist á skólabekk eftir langt hlé. Hún lokaði þá hárgreiðslustofu sinni sem hún hafði rekið í níu ár, seldi húsnæðið sem stofan hafði verið í, og hellti sér út í nám í félagsráðgjöf sem hún lauk í vor. Inga Vildís hefur þegar hafið störf í Ráðhúsi Borgarbyggðar sem félagsráðgjafi. Í mastersritgerð sinni fjallaði hún um árangur af starfi Stígamóta og vakti ritgerð hennar mikla athygli. Vildís er búsett á Hvanneyri ásamt manni sínum Sveinbirni Eyjólfssyni, búfræðikandídat og forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands.
Sjá viðtal við Ingu Vildísi í Skessuhorni vikunnar.