04. júlí. 2011 01:52
Samkvæmt heimildum Ruv.is hefur Elkem Ísland keypt eignarhlut Norðuráls í Klafa á Grundartanga og á nú flutningafyrirtækið að fullu. Klafi sér um að þjónusta bæði fyrirtækin um flutninga til og frá hafnarsvæðinu á Grundartanga. Starfsmenn Klafa hafa í kjölfarið frestað verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast á morgun um viku að ósk nýrra eigenda, en kjaraviðræður þeirra við Samtök atvinnulífsins hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Hefur Verkalýðsfélag Akraness bent á að starfsmenn Fjarðaáls á Reyðarfirði fái allt að 30% hærri heildarlaun en starfsmenn á Grundartanga fyrir sambærileg störf. Munu samningaviðræður halda áfram á næstu dögum en samningar starfsmanna Klafa hafa verið lausir frá síðustu áramótum.