Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2011 03:40

Er stórlega misboðið vegna þjónustu viðskiptabankans

Unnur Halldórsdóttir húsfreyja á Hótel Hamri við Borgarnes sendi í gær frá sér um netheima bréf með yfirskriftinni „Til hvers eru bankar?“ Bréfið sendir hún vinum og vandamönnum og biður þá að dreifa því sem víðast. Þar átelur Unnur útibú Arionbanka í Borgarnesi fyrir að hafa ekki veitt Hótel Hamri, fyrirtæki hennar og Hjartar Árnasonar eiginmanns síns, yfirdráttarheimild að upphæð 1,5 milljón króna fyrir síðustu mánaðamót vegna óvæntrar lausafjárþurrðar. Í bréfinu kemur einnig fram að við fjárhagslega endurskipulagningu hótelsins í lok síðasta árs hafi eignarhaldsfélag í eigu bankans eignast 70% hlutafjár í fyrirtækinu, en þau hjónin átt áfram 30%. Þannig er hún í bréfinu um leið að gagnrýna harðlega eiganda meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu.

 

 

 

Í bréfi Unnar segir m.a.: „Við höfum ávallt gætt aðhalds  í rekstrinum og ekki haft yfirdrátt undanfarin tvö ár. Nú um mánaðamótin brá svo við að lítið var í kassanum, m.a. þar sem stór greiðsla skilaði sér ekki og ljóst var á þriðjudag, 28. júni, að það þyrfti að brúa bilið í 3 daga uns Visagreiðslur kæmu inn. (Venjulega koma þær 2. hvers mánaðar sem nú var laugardagur og því dróst það til 4. júlí). Enginn yfirmaður var við í Arionbanka í Borgarnesi, allir í sumarfríi í einu, Bernhard, Skúlí og Steinunn, merkilegt skipulag, en segir kannski eitthvað um það hversu valdalaus útbúin eru í raun. Það skiptir ekki máli  hvort yfirmennirnir eru að staðnum, þeir ráða líklega engu, allar ákvarðanir teknar fyrir sunnan,“ segir Unnur.

 

Erindinu var svarað

Ummælum Unnar svarar Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri Arionbanka, sem staddur er í fríi, og segir þau röng. „Staðgengill minn er Eyjólfur Vilberg Gunnarsson en hann er jafnframt viðskiptastjóra fyrir fyrirtækjum í útibúinu. Eyjólfur var við vinnu þegar umrædd beiðni barst og svaraði erindi þeirra hjóna. Þá má einnig geta þess að Borgarnesútibúið er orðið lykilútibú bankans og stýrir þar með öðrum útibúum í landshlutanum. Heimilildir okkar til útlána eru í dag margfaldar á við hvað þær voru hjá Kaupþingi,“ segir Bernhard í samtali við Skessuhorn, en kveðst að öðru leyti ekki mega tjá sig um einstaka viðskiptavini bankans.

Vegna fréttar sem birtist á mbl.is um málið fyrr í dag sendi Arionbanki hins vegar frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Sú frásögn sem fram kemur í umræddu bréfi er að mati bankans í verulegu ósamræmi við staðreyndir málsins og framvindu þess.  Það er hins vegar rétt að Landsel, dótturfélag bankans, á 70% eignarhlut í félaginu eftir endurskipulagningu. Viðræður standa yfir um sölu á þeim hlut og eru þær langt komnar. Bankanum er hins vegar óheimilt að tjá sig um viðskipti einstakra viðskiptamanna skv. ákvæði laga um fjármálafyrirtæki um þagnarskyldu og getur því ekki farið út í einstök efnisatriði þess opinberlega.“

 

Var miðboðið

Í bréfinu segir Unnur að þau hjón hafi verið í rekstri í Borgarnesi  í fimmtán ár, 9 ár með Shellstöðina og 6 ár með Hótel Hamar.  „Fyrir utan hremmingar með erlend lán vegna byggingar Hamars  höfum við alltaf staðið í skílum með skuldbindingar okkar , bæði við birgja og banka.  Gengið var frá endurskipulagningu fjármála í des. sl. og við það eignaðist Landsel, eignarhaldsfélag Arionbanka, 70% í fyrirtækinu. Erindinu var vísað suður og Hjörtur ræddi við Eyjólf [Vilberg Gunnarsson] sem hafnaði beiðni hans um 1500 þúsund kr. yfirdrátt í 3 daga.  Það var sem sagt ekki neina þjónustu að fá hjá viðskiptabanka okkar þó að við veltum yfir 100 milljónum á ári, séum með 18 Borgfirðinga í vinnu og allt okkar í skilum í bankanum. Fjórar milljónir væntanlegar frá Visa skiptu þar engu máli. Fyrir vikið gátum við ekki greitt öllum starfsmönnum laun á réttum tíma, í fyrsta sinn í 14 ára rekstri okkar,“ segir Unnur. Bréfið endar hún á með þessum hætti: „Mér er stórlega misboðið og þykir þessi  framkoma Arionbanka fyrir neðan allar hellur. Ég  ætla því að grípa til þeirra einu vopna sem mér eru tiltæk, lyklaborðsins og tölvupóstsins og senda þetta út og suður á alla sem áhuga kynnu að hafa, þingmenn, hagsmunasamtök, blaðamenn, vini og vandamenn. Þið megið láta þetta berast sem víðast.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is