11. ágúst. 2011 11:29
Líkt og venja er til mun Skessuhorn í næstu viku birta ítarlega umfjöllun í tilefni þess að skólar í landshlutanum hefja brátt vetrarstarf sitt. Sagt verður frá því helsta sem í gangi er á vettvangi grunn,- framhalds- og háskóla á Vesturlandi. Sagt verður frá hvenær skólarnir verða settir, helstu nýjungum og áherslum og því sem til tíðinda heyrir.
Þeir sem vilja koma efni á framfæri, sem ætti heima í blaði sem þessu, er bent á að senda það í tölvupósti á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is fyrir næsta sunnudag. Auglýsendum er bent á markaðsdeild í síma 433-5500 og tölvupóst palina@skessuhorn.is
Skólablað Skessuhorns kemur út miðvikudaginn 17. ágúst og þarf allt efni og auglýsingar að berast í síðasta lagi mánudaginn 15. ágúst á hádegi.