24. ágúst. 2011 09:01
Í tilefni árstímans fylgir Skessuhorni sem kom út í dag sérblað sem við kjósum að nefna; Það sem náttúran gefur. Haustið er jú tími uppskeru af ýmsu tagi. Þó sýnt þyki að berjaspretta verði seinna á ferðinni nú en undanfarin ár er engin ástæða til að örvænta fyrir áhugafólk um berjatínslu. Berjaspretta á Vesturlandi virðist almennt ætla að verða í þokkalegu meðallagi og líklega hlutfallslega best á landinu hér og á sunnanverðum Vestfjörðum.
Sjá eitt og annað um ber, sveppi, grænmeti, krydd, kartöflur og aðra uppskeru í Skessuhorni í dag.